Hvað er verkefnamiðað nám?

Verkefnamiðað nám (e. project based learning) er:

- Kerfisbundið safn kennsluaðferða sem leggur áherslu á þátttöku nemenda sem tileinka sér mikilvæga þekkingu, skilning og lykilhæfni í gegnum rannsóknarvinnu.

Verkefnavinnan

- Byggist á raunverulegum spurningum og vandlega uppsettum viðfangsefnum og námstækifærum.

- Ýtir undir virkni nemenda sem eru drifnir áfram af fróðleikslöngun í gegnum glímu við fjölbreytt viðfangsefni.

- Snýst um að nemendur vinna með málefni sem snerta þá og tengjast daglegu lífi þeirra.

- Gefur nemendum tækifæri til að taka ákvarðanir sem snerta verkefni, ákveða hvernig þeir vinna og hvað þeir skapa.

- Gerir ráð fyrir að nemendur eigi samskipti við sérfræðinga í samfélaginu og námið nái út fyrir skólann.

- Gerir ráð fyrir að nemendur kynni gestum afrakstur vinnu sinnar, innan sem utan skóla.

- Gerir ráð fyrir jafnvægi í námsmati sem byggist á sjálfsmati, jafningjamati og leiðsagnarmati í þeim tilgangi að veita nemendum tækifæri til að auka hæfni sína.